• 7fr9czyw

Laus störf hjá Rauða krossinum

20. nóv. 2014

Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnisstjóra frá næstu áramótum í 75% starf með aðsetur á Reyðarfirði.

Helstu verkefni:
Aðstoða deildir Rauða krossins á Austurlandi við verkefni þeirra í nærsamfélaginu
Vera tengiliður landsskrifstofu við deildirnar

Hæfniskröfur:
Sveigjanleiki, sjálfstæði, metnaður og frumkvæði í starfi.
Framúrskarandi þjónustulund.
Góð samskiptahæfni og skipulagshæfileikar.
Góð almenn menntun sem nýtist í starfinu.

Skriflegar umsóknir skulu berast landsskrifstofu Rauða krossins Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
eigi síðar en 15. desember nk. Umsóknir má einnig senda á gudnybj@redcross.is

Nánari upplýsingar veitir Guðný H. Björnsdóttir í síma 570 4000