Héldu tombólu til styrktar börnum í neyð

29. des. 2014

Dóróthea Gerður Bin Örnólfsdóttir, Ólöf Kristín Lin Örnólfsdóttir og Anna Marý Yngvadóttir héldu tómbólu til styrktar Rauða krossinum. Þær söfnuðu munum í nágrenni Skútustaða og Álftagerðis í Mývatnssveit og fór tombólan fram fyrir utan Verslunina Sel. Þeim var tekið mjög vel, seldu alla miðana og söfnuðust 16.123 krónur sem þær afhentu Rauða krossinum í Þingeyjarsýslu.

Þessar góðu stúlkur fá bestu þakkir.