Góður lisauki við lestun gáms

15. jan. 2015

Vöxtur í fatasöfnun hefur verið stöðugur undanfarin ár og er nú svo komið að lestaður er u.þ.b. einn gámur í hverjum mánuði á Akureyri hjá deildinni.  Undanfarið hafa ýmsir hópar komið til aðstoðar við að lesta fatagáma og má með sanni segja að margar hendur vinni létt verk.   Að  þessu sinni voru auk félaga úr Rauða krossinum, félagar úr Crossfit Akureyri,  Fenri og frá Steypusögun Norðurlands.

Það er gjarnan létt yfir hópnum og kappið aldrei langt undan. Þannig er í hvert skipti reynt að lesta gáminn á skemmri tíma heldur en  síðast og var það raunin í þetta sinn.  Verkið var klárað á u.þ.b. 30 mínútum.