• IMG_5823--2-

Norðlenska styrkir Laut

18. mar. 2015

Norðlenska ehf. tók í desember sl.  þátt í verkefninu Geðveik jól á vegum RUV.  Verkefninu  er ætlað  að minna á mikilvægi geðheilsu á vinnustöðum og er tónlist notuð til að skapa jákvæða stemmingu og í leiðinni geta fyrirtæki stutt gott málefni.   Norðlenska valdi m.a. að styrkja  Lautina á Akureyri sem er athvarf fyrir fólk sem glímir við geðraskanir.  á dögunum afhenti  Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska  afraksturinn til fulltrúa  Lautarinnar og er fyrirtækinu og starfsfólki þess færðar bestu þakkir fyrir framlagið.