Kvenfélagið Baldursbrá aðstoðar Rauða krossinn

4. maí 2015

Kvenfélagið Baldursbrá hefur í vetur lagt Rauða krossinum lið með þátttöku sinni í verkefninu  „Föt sem framlag „.  Konurnar funda  á fimmtudögum og var ákveðið  að einn fundur í mánuði yrði nýttur til að sinna þessu verkefni.   Auk þess eru konurnar duglegar að prjóna heima og afrakstur vetrarins  því umtalsverður eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var við afhendingu fatnaðarins.
Verkefnið „Föt sem framlag „ er  prjóna og saumaverkfni  þar sem útbúinn er  fatnaður á 0 – 12 ára börn.  Fatnaðurinn hefur á undanförnum árum mest verið sendur til Malaví og til Hvíta- Rússlands.