• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir Nepal

6. maí 2015

Rauði kross­inn við Eyjafjörð ákvað í síðustu viku að leggja 300.000 krónur til hjálp­ar­starfs­ins í Nepal, þar sem starfs­menn og sjálf­boðaliðar vinna baki brotnu við að aðstoða þolend­ur jarðskjálft­ans.

Hægt er að styrkja Rauða kross­inn með því að hringja í 904-1500 (fram­lag: 1.500 kr), 904-2500 (fram­lag 2.500 kr) eða 904-5500 (fram­lag 5.500 kr). Einnig er hægt að leggja fé inn á reikn­ing Rauða kross­ins 0342-26-12, kt. 530269-2649.