• IMG_5823--2-

Nýr rekstrarsamningur Lautar

11. maí 2015

Á dögunum skrifuðu fulltrúar Rauða krossins í Eyjafirði og Geðvernarfélags Akureyrar undir nýjan rekstrarsamning við Akureyrarbæ vegna starfsemi Lautarinnar. Eyjafjarðadeild RKÍ hefur verið falinn rekstur Lautarinnar og mun samningurinn gilda til ársloka 2015.

Markmið með rekstri Lautar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða.