• _SOS8880

Vorfagnaður Eyjafjarðardeildar 2015

29. maí 2015

Vorfagnaður Rauða krossins við Eyjafjörð var haldinn í gær þann 28. maí. Mætingin var feikna góð og var mikil stemming en alls mættu um 60 sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu. Vorfagnaðurinn var liður í að segja skilið var virkilega góðan vetur þar sem sjálfboðaliðar, leiðbeinendur og annað starfsfólk hafa unnið baki brotnu við að sinna öllum þeim verkefnum sem deildin hefur umsýslu með. En til gamans má geta þess að það sem af er árinu 2015 hafa leiðbeinendur í skyndihjálp kennt um 500 einstaklingum rétt fyrstu viðbrögð skyndihjálpar. Erum við í Rauða krossinum hér fyrir norðan nú viss um að sólin fari að skína með tilheyrandi sumri og garðslætti.