Svæðisfundur deilda á Norðurlandi

4. okt. 2006

Aðalfundur svæðisins á Norðurlandi var haldinn laugardaginn 30. september á Blönduósi. Mættir voru fulltrúar frá níu deildum auk formanns og framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands og svæðisfulltrúa.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum ræddi Kristján Sturluson framkvæmdastjóri um niðurstöður könnunarinnar „Hvar þrengir að" og formaður Ómar Kristmundsson um endurskoðun á stefnu félagsins til 2010. 

Sett hefur verið á stofn nefnd sem annast á endurskoðun á stefnunni og á svæðið að skipa einn aðila í nefndina. Gunnar Jónsson Strandasýsludeild var tilnefndur sem fulltrúi frá Norðurlandi.

Eftir erindi  formanns og framkvæmdastjóra var fundarmönnum skipt upp í vinnuhópa þar sem þeim var falið að svara nokkrum  spurningum sem vera á innlegg í vinnu nefndarinnar. 

Einar Óli Fossdal lauk setu sinni í svæðisráði og í hans stað var kjörin María Sigurðardóttir Hvammstangadeild.