Rauði krossinn með fræðslu fyrir unglinga í vinnuskólum

10. ágú. 2006

Deildir Rauða krossins í Reykjavík og á Akureyri héldu námskeið fyrir unglinga í vinnuskólunum í sumar. Frætt var um starfsemi Rauða krossins auk þess sem fjallað var um fjölbreytileika mannlífsins, fordóma og viðhorf til ýmissa hluta.

Á Akureyri sóttu um 150 unglingar fræðsluna en um 600 í Reykjavík. Þar er verkefnið í samstarfi við Lýðheilsustöð og er þetta fjórða sumarið sem boðið er upp á slíka fræðslu. Lögð er áhersla á að gera fræðsluna líflega og hún krydduð með leikjum og þrautalausnum.