Akureyrardeild æfir neyðarvarnaviðbrögð

27. apr. 2006

Æfingin var haldn í Lundarskóla í samvinnu við starfsfólk og nemendur skólans.
Miðvikudaginn 19. apríl hélt Akureyradeild neyðarvarnaæfingu í Lundarskóla, sem er einn af skipulögðum fjöldahjálparstöðvum deildarinnar.

Fjöldahjálparstjórar og aðrir sjálfboðaliðar æfðu sig í uppsetningu og starfrækslu fjöldahjálparstöðvar. Æfð var almenn umönnun, sálrænn stuðningur, skyndihjálp og samskipti með talstöðvum. Neyðarnefnd var staðsett í skólanum.

Æfingin var unnin í samvinnu við starfsfólk og nemendur Lundarskóla. Voru nemendur nokkurra bekkja beðnir að mæta í skólann til skráningar. Æfingin gekk ágætlega og voru þátttakendur sammála um að meira mætti gera af því setja upp slíkar æfingar.

Fjórtán sjálfboðaliðar frá deildinni tóku þátt í æfingunni þar af 11 fjöldahjálparstjórar. Um fjörutíu börn mættu til að láta skrá sig og stóðu þau sig með mestu prýði.