Dagur helgaður skyndihjálp á Norðurlandi
Guðnýju Björnsdóttur
![]() |
Jón Knutsen sýnir notkun alsjálfvirks hjartastuðtækis. |
Fyrirlesarar að þessu sinni voru Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fjallaði um ofbeldi gagnvart börnum, Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um aðskotahluti í hálsi og Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi í skyndihjálp var með fyrirlestur um endurlífgun og sýnikennslu á hjartastuðtæki.
Auk þess voru verklegar æfingar í endurlífgun og lagðar voru fyrir þátttakendur tilfellasögur sem þurfti að leysa úr. Tuttugu manns sóttu fræðsluna og voru þátttakendur frá Öxarfirði í austri til Hofsóss í vestri.
- Eldra
- Nýrra