Landssöfnun RKÍ þann 9. september

18. ágú. 2006

Þann 9. september n.k. fer fram landssöfnun Rauða kross Íslands ” Göngum til góðs”. Að þessu sinni verður safnað til hjálpar börnum í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Fyrirkomulag söfnunarinnar verður með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. sjálfboðaliðar ganga í hús  með söfnunarbauka. Áætlað er að um 130 – 150 sjálfboðaliða þurfi til þess að safna á svæði deildarinnar og eru því allir hvattir til að taka þátt. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Rauða krossins www.redcross.is undir merki söfnunarinnar, með tölvupósti á www.redcross.is undir merki söfnunarinnar, með tölvupósti á akureyri@redcross.is  eða í síma hjá deildinni 461 2374 og  570 4000 á landsskrifstofu RKÍ.
Söfnunarstöð verður í húsnæði deildarinnar að Viðjulundi 2 og opnar hún kl. 10:00.
Þennan sama dag kl. 10 – 16 verður einnig  haldinn markaður með notuð föt og ýmsan nytjavarning þar sem allur ágóði rennur til söfnunarinnar.  Það er því  tilvalið að líta við hjá deildinni hvort sem menn vilja ganga til góðs eða styrkja gott málefni með því að versla á markaðnum