Söfnunin gekk vel

13. sep. 2006

Enn og aftur sannaðist það sem reyndar var löngu vitað, að þegar á reynir láta landsmenn ekki sitt eftir liggja. Með góðri þátttöku um 120 sjálfboðaliða  tókst að ganga um allar götur á Akureyri og um helstu þéttbýliskjarna á svæðinu, auk þess sem safnað var í og við stærri verslanir bæjarinns. 1.886 þúsund krónur voru taldar upp úr baukunum og eitthvað á eftir að bætast við næstu daga.

Dagurinn var annars tekinn snemma, enda von á vösku göngufólki strax og söfnunarstöð opnaði. Sjálfboðaliðar undirbjuggu sig fyrir daginn en einnig fyrir markað sem haldinn var samhliða söfnuninni. Allt gekk þetta með mestu ágætum og ekki spillti það fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Ómar Kristmundsson, formaður Rauða kross Íslands komu norður og tóku þátt í söfnuninni hér á Akureyri. Eins og fyrr segir gekk allt mjög vel bæði söfnunin og markaðurinn og mikil ánægja með daginn. Sjálfboðaliðum sem og almenningi öllum eru hér með færðar þakkir fyrir þeirra framlag.

Hér má skoða fleiri myndir frá söfnuninni