Margir sem nýta sér fatamarkaðinn

3. okt. 2006

Það er greinilegt að æ fleiri nýta sér markað Rauða krossins, því um 130 þúsund krónur söfnuðust þann 9. september sl þegar haldinn var markaður í húsnæði Akureyrardeildar. Að þessu sinni mun afraksturinn verða nýttur til stuðnings börnum sem eiga um sárt að binda vegna alnæmisfaraldursins í sunnanverðri Afríku.  Að venju voru það sjálfboðaliðar deildarinnar sem unnu að undirbúningi markaðarins.

Árlega berst deildinni um 5 tonn af fatnaði sem nýtist félaginu á margvíslegan hátt. Hluti fatnaðarins er nýttur  á mörkuðum hjá deildinni, hluti gefinn, bæði hérlendis og erlendis og hluti seldur fyrirtækjum í Evrópu og nýttist þannig sem tekjulind fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins. 

Þetta verkefni  er annars dæmigert fyrir mörg verkefni Rauða krossins þ.e.a.s með því eru sleignar tvær flugur eða fleiri í sama högginu.  Fyrir það fyrsta skapar þetta bæði verkefni fyrir sjálfboðaliða og tekjur fyrir félagið.  Þetta endurnýtir fatnaðinn sem þá minkar það sorp sem til fellur á hverju heimili. Og að síðustu þá  njóta margir góðs af því  að fá fatnað fyrir lítinn eða engann pening, bæði hér innanlands sem og erlendis. 

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér verkefnið eða taka þátt í starfi sjálfboðaliða þá geturðu sett þig í samband við deildina eða skráð þig sem sjálfboðaliða á eftirfarandi sjóð: /forsida/eg%5Fvil%5Fvera%5Fsjalfbodalidi/