Kynnig á „Föt sem framlag "

12. okt. 2006

Á miðvikudag í sl. viku var haldinn fundur til að kynna verkefni sem nefnist föt sem framlag. Verkefnið hefur lengi verið í gangi hjá Rauða krossinum en undanfarin ár hefur nokkur óvissa verið um framgang verkefnisins. Það var því ánægjulegt af fulltrúi frá Rauða krossinum Linda Ósk Sigurðardóttir mætti til fundarinns og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem lagt hefur verið í til að koma verkefninu í fastar skorður á ný. Sagði hún m.a. frá því að þær deildir sem hafa verið sinna þessu verkefni framleiði um 600 ungbarnapakka á ári en samkvæmt athugun er þörf fyrir allt að tvisvar til þrisvar sinnum fleiri pakka. Pakkarnir mun m.a. verða sendir til Malaví en gengið hefur verið frá því að þangað fari gámur einu sinni á ári næstu árin.  Nú ætti því að vera hægt að kynna verkefnið betur og vonandi á þá eftir að fjölga enn frekar í hópi sjálfboðaliða sem sinna vilja verkefniu ” Föt sem framlag”. 

Verkefnið ” Föt sem framlag” gengur út á það að útbúa fatapakka fyrir börn að eins árs aldri sem send verða til þróunarlana og á svæði þar sem neyðaaðstoð ríkir. Í fatasöfnunum berst minnst af barnafötum. Föt ssem framlag miðar að því að drag úr þessum skorti. Fötin er hægt að gera úr afgöngum, notuðum fötum eða kaupa þau. Deildir sjá um að kaupa efni til framleiðsu  fatnaðar og í sumum tilfellum er hægt að leit til Fataflokkunar varðandi efni og fatnað.

Nánari upplýsingar um verkefnið og innihald pakkana má nálgast á skrifstofu deildarinnar.