Vinnudagur

5. des. 2006

Það var að venju kátt á hjalla hjá sjálfboðaliðum deildarinnar sem lestuðu fatagám og innrömmuðu batikmyndir í sl. viku. Í tilefni af komandi aðventu var boðið upp á kiparkökur, kakó og jólaöl og var mæting það góð að skipt var liði þannig að hluti hópsins tók til við að ramma inn myndir á meðan aðrir lestuðu gám. 
Fyrir dyrum stóð að halda markað þannig að þegar lokið var við að lesta gáminn var farið að huga að því að stilla upp fyrir markaðinn.
Batikmyndirnar koma sem fyrr frá Mosambik og er inrómmunin og sala á myndunum hluti af fjáröflun fyrir vinadeildarvr-erkefni deildanna á Norðurlandi við Rauðakross deildina í Maputo í Mosambik.