Jólafundur heimsóknarvina

13. des. 2006

Síðasti fundur heimsóknarvina deildarinnar fyrir jól var haldinn 4. desember sl.   Aðalefni fundarinns var fræðsluerindi Líneyjar Úlfarsdóttur, en hún  starfar sem sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Erindi Líneyjar fjallaði um meðvirkini og var mjög fróðlegt í alla staði.

Að loknu erindinu var boðið upp á kvöldverð og  opnað  fyrir spurningar og umræður bæði um erindi Líneyjar,  sem og um verkeni heimsóknavinanna.

Nú verður sem sagt  hlé á fundum fram á nýtt ár, en heimsóknarvinirnir halda  ótrauðir áfram þó svo að jólahátiðinn kunni í einhverjum tilvikum að raska annars reglulegum heimsóknum.

Heimsóknarvinir eru þeir sjálfboðaliðar sem heimsækja aldraða og sjúka á stofnanir og í heimahús. Þeir sem hafa áhuga á starfi heimsóknarvina geta snúið sér til skrifstofu Akureyrardeildar og fengið nánari upplýsingar.