Styrkur til Mæðrastyrksnefndar

18. des. 2006

Það var í nógu að snúast hjá konunum í Mæðrastyrksnefnd þegar þær voru heimsóttar sl. fimmtudag. Þær voru í óðaönn að gera klárt fyrir úthlutun sem hefjast átti daginn eftir.  Greinilegt að þær höfðu víða farið og vel verið tekið á móti þeim því þarna voru staflar af alls kyns matvöru sem án efa á eftir að koma í góðar þarfir á einhverjum heimilum.

Akureyrardeild Rauða kross Íslands hefur í mörg ár haft ágæta samvinnu við þær stöllur, og hefur nefndinni  m.a. verið úthlutað styrk fyrir jólin. Að þessu sinni var styrkurinn að mestu leiti í formi gjafabréfa í Bónus, en að auki smá fjárhærhæð til að styðja við þeirra ágæta starf.

Úthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar verður frá 15.  – 18. desember frá kl. 10  - 18.