Vinningshafar í 112 getraun Rauða krossins

19. feb. 2007

Eins og áður hefur komið fram var 112 dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar sl. Þá var  opið hús hjá Slökkviliði Akureyrar þar sem viðbragðsaðilar kynntu starf sitt. Rauði krossin var þar með sinn bás og þar gat almenningur m.a. tekið þátt í léttri getraun og svarað spurningum varðandi skyndihjálp og neyðarvarnir. Fjölmargir gestir tóku þátt í getrauninni og voru þrír hepnir þátttakendur dregnir út og fengu þeir sjúkratösku frá Rauða krossinum að launum.

Vinningshafar getraunarinnar voru þeir Jón Einar Jóhannsson, Aðalsteinn Jóhannsson og bræðurnir Ágúst og Aðalsteinn Hilmarssynir.  Óskum við þeim innilega til hamingju.