Æfð björgun úr vatni

23. apr. 2007

Skyndihjálparhópur sem myndaður var í vetur og hefur verið að fá fræðslu og æfingar, kom saman um helgina og æfði björgun úr vatni. Fyrir hádegi var  reyndar erindi um sálrænan stuðning en síðan var hoppað út í laug og tekið til við að æfa björgun úr vatni. Það var létt yfir þátttakendum og greinilegt er að hópurinn er á réttri leið.

Hluti af hópnum ætlar að taka þátt í flugslysaæfingu sem haldin verður á Sauðárkróki um næstu helgi, en síðan fer hópurinn í sumarfrí. Gert er ráð fyrir að taka upp þráðinn á haustdögum og  verður þá í enn frekara mæli byggt á verklegum æfingum.