Þjóðir Skagafjarðar á Sæluviku

9. maí 2007

Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð að samkomu á Sæluviku Skagfirðinga sem bar yfirskriftina Þjóðir Skagafjarðar. Markmiðið var að sýna fram á hversu margir íbúar Skagafjarðar eru af erlendu bergi brotnir og hversu fjölbreytt þjóðerni er um að ræða. Jafnframt var markmiðið að kynnast hvert öðru og opna augun fyrir áhugaverðri menningu hvers annars.

Fólk kom með rétti frá sínu heimalandi, muni og myndir og sumir tróðu upp með myndasýningu, söng og spili. Meistari Jakob var sunginn á ýmsum tungumálum. Það var gaman að sjá hve fólk lagði sig fram við þetta allt.

Samkoman var haldin á Kaffi Krók. Skemmst er frá því að segja að mjög vel tókst til. Um hundrað manns mætti og voru þjóðernin 15 fyrir utan Íslendinga. Stemningin var góð. Fólk mætti með jákvætt hugarfar, bæði forvitið og opið. Gleði og ánægja ríkti.