Aðalfundur landsfélagsins

20. maí 2007

Um 200 manns frá 50 deildum sóttu Aðalfund Rauða krossins sem haldinn var á Akureyri 19. maí sl. Á fundinum voru venju samkvæmt hefðbundin aðalfundarstörf en einnig var ný og endurskoðuð stefna félagsins  samþykkt til næstu þriggja ára.  Stefnan byggir á niðurstöðum könnunarinnar “ Hvar þrengir að “  sem félagið lét gera á sl. ári til að kanna hverjir það eru sem hafi það verst í samfélaginu.  Við setningu fundarinns fluttu formaður landsfélagsins, Ómar Kristmundsson og formaður Akureyrardeildar, Sigurður Ólafsson ávörp, þar sem þeir buðu fundarmenn velkomna og vonuðust eftir ánægjulegum og gagnlegum fundi.
Bæjarstórinn  á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, ávarpaði einnig fundinn og bauð gesti velkomna til bæjarinns. Hún ræddi um samvinnu Rauða krossins og bæjarfélagsins í ýmsum málum, nú síðast við undirbúning að fjölsmiðju sem ákveðið hefur verið að koma á fót hér á Akureyri. 
Milli ávarpa var boðið upp á tónlistaratriði frá nemendum Menntaskólanns á Akureyri og lofuðu fundarmenn mjög flutning þeirra.
Samhliða fundarhöldum var að venju boðið upp á svokallaða makaferð þar sem m.a. var litast var um í innbænum og Iðnaðarsafnið heimsótt.
Sérstakir gestir fundarinns voru tveir fulltrúar frá Gambíska Rauða krossinum en þeir voru staddir hér á landi í tengslum við svokallað vinadeildasamstarf.