Málstofur07

20. maí 2007

Samhliða Aðalfundi félagsins sem haldinn var 19. maí sl. voru opnar málstofur þar sem kynnt voru verkefni sem deildir víða um land eru að sinna. Meðal þess sem kynnt var voru verkefnin “ Föt sem framlag “ og vinadeildasamstarf. Það voru sjálfboðaliðar frá Akureyrardeild sem kynntu þessi verkefni og var sett upp lifandi vinnustofa þar sem unnið var annars vegar að saumaskap og framleiðsu ungbarnapakka og hins vegar innrömmun á batikmyndum frá Mosambik.
Þeir gestir sem heimsóttu stofuna voru mjög áhugasamir um verkefnin og spurðu margs. Óhætt er því að segja að vel hafi tekist að kynna og vekja athygli á þessum verkefnum og næsta víst að þessi leikur verður endurtekinn þegar kynna þarf þessi eða önnur verkefni í framtíðinni.