Héldu tombólu til styrktar prjónahóp Skagafjarðardeildar

31. okt. 2011

Fimm krakkar úr 6. bekk IS í Árskóla á Sauðárkróki tóku sig til og héldu tombólu. Þau seldu fyrir kr. 15.390 og ákváðu að færa Rauða krossinum peningana til að nota fyrir prjónahópinn sem útbýr gjafa pakka fyrir lítil börn í Malaví og Hvíta Rússlandi.

Krakkarnir heita: Sólveig Birta Eiðsdóttir, Daníel Ingi Halldórsson, Mikael Alf Óttarsson, Hjörtur Ragnar Atlason og Gunnar Ásgrímsson. Á myndina vantar Daníel Inga.
 
Rauði krossinn færir krökkunum innilegar þakkir fyrir hugulsemina.