Siglufjarðardeild með útskrift

15. jún. 2007

Í fyrrakvöld útskrifaði Siglufjarðardeild Rauða krossins nemendur af námskeiðinu Börn og umhverfi.

Á námskeiðinu sem var 16 kennslustundir var farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð var áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp.

Að auki fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Mundína Bjarnadóttir leik- og grunnskólakennari og Elín Arnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Til hamingju krakkar þið stóðuð ykkur vel.