Alþjóðadagur flóttamanna

20. jún. 2007

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) heldur árlega upp á alþjóðadag flóttamanna í samvinnu við ýmis félagasamtök um heim allann. Alþjóðadagur flóttamanna er 20. júní ár hvert. Rauða kross hreyfingin hefur í áratugi starfað að málefnum flóttamanna og dagurinn því einn af merkisdögum hreyfingarinnar.

Akureyrardeild hefur í ár tekið þátt í að vekja athygli almennings á deginum og hefur í því sambandi verið sett upp ljósmyndasýning í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Einnig voru sjálfboðaliðar frá deildinni á Glerártorgi sl. föstudag með kynningu á málefnum flóttamanna og var fólki m.a. boðið að taka þátt í smá happdrætti af tilefni dagsins.
Vinningshafar í happdrættinu verða dregnir út í dag, Alþjóðadag flóttamanna 20. júní, og geta vinningshafar vitjað vinninga sinna á skrifstofu deildarinnar.