Heimsókn frá Naustatjörn

1. nóv. 2011

Börnin á Huldusteini einni af deildum leikskólans Naustatjarnar á Akureyri komu í heimsókn í Rauða krossinn um daginn.  Eins og venja er til var í þessari heimsókn rætt um Rauða krossinn og ýmislegt honum tengt en ekki síður hin ýmsu heimsins mál.  Börnin þáðu djús og kex á meðan horft var á myndbandið um hann Hjálpfús .   Þau skoðuðu einnig fataflokkun sem fram fer í húsnæði Rauða krossins og afhentu föt sem þau komu með að heiman.  Alltaf gaman þegar börnin af leikskólunum koma í heimsókn.