Opnun virkniseturs á Akureyri

4. nóv. 2011

Fjöldi manns var viðstaddur formlega opnun UFTA virkniseturs í Rósenborg á Akureyri sem hlotið hefur nafnið Virkið.  Hafsteinn Jakobsson,  framkvæmdastjóri akureyrardeildar bauð gesti velkomna og  rakti forsögu þess að hafin var undirbúningur að stofnun virknisetursins.  Soffía Gísladóttir, forstöðumanður Vinnumálastofnunnar á Norðurlandi Eystra, sagði frá hugmyndafræðinni á bak við verkefnið, hún talaði til ungmennanna og minnti á  að hver og einn bæri ábyrgð á sínu lífi og skapaði sér sína framtíð.   Hlín Bolladóttir, bæjarfulltrúi gerði grein fyrir  aðkomu  Akureyrarbæjar og flutti góðar kveðjur frá ráðamönnum bæjarins.  Hún vísaði í reynslu annara og benti á rannsóknir sem sýnt hafa fram á mikilvægi virkninar.  Ingibjörg Jónsdóttir, verkefnisstjóri  Virkisins  sagði síðan frá því hvenig starfið í virkinu gengur fyrir sig og hrósaði  ungmennunum óspart  fyrir þeirra framlag til starfseminnar.   Hun þakkaði einnig þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem góðfúslega hafa stutt við starfsemina.
Að athöfn  lokinni var gestum boðið að skoða sig um og kynna sér það sem þarna fer fram og þyggja veitingar.