Laut flytur

2. okt. 2007

Athvarfið Laut hefur nú flutt starfsemi sína úr Þingvallastætinu  í nýtt húsnæði.  Nýja húsið er bjart og fallegt þriggja hæða hús við brekkugötu 34 þar sem áður var Leikskólinn Klappir. Með þessu rýmkast mjög um starfsemi Lautar en töluvert var farið að þrengja að starfseminni á gamla staðnum.  Á þessum fyrstu vikum á nýjum stað er ekki annað að sjá en ánægja ríki bæði meðal starfsfólks og gesta. Formleg opnun á Lautinni á nýjum stað verður sunnudaginn 14. október kl. 14 , en húsið verður opið þann dag milli kl. 12  og 16  og tilvalið fyrir almenning að líta við og kynna sér starfið sem þar fer fram.