Kynningarvikan hafin

15. okt. 2007

Kynningarvika Rauða krossins hófst með formlegum hætti í gær sunnudag 14. o

któber þegar Ómar Kristmundsson, formaður Rauða krossins og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstóri SPRON undirrituðu samstarfssamning. SPRON er styrktaraðili kynningarátaksins og samkvæmt samningnum verða starfsmenn SPRON í varaliði Rauða krossins sem hægt er að kalla út þegar mikið liggur við. 

Sama dag var nýtt húsnæði fyrir Laut – Athvarf á Akureyri tekið í notkunn. En húsnæðið stendur við Brekkugötu 34, þar sem áður var Leikskólinn Klappir. Opið hús var Laut og gafst fólki kostur á að skoða húsnæðið og kynna sér starfsemina sem þar fer fram. 

Laut er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið í nafni Rauða krossins í samvinnu við Akureyrarbæ og Geðverndarfélag Akureyrar. Markmið með rekstri Lautar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Þar er lögð áhersla á að skapa aflappað og heimilislegt andrúmsloft. Í Laut koma gestir á eigin forsendum og njóta þeirrar þjónustu sem þar er í boði.