Sjálfboðaliðum fjölgar

18. okt. 2007

Í gærkvöldi var Akureyrardeild með opið hús þar sem almenningi var boðið að koma og kynna sér sjálfboðaliðaverkefni deildarinnar. Það voru sjálfboðaliðar deildarinnar sem kynntu þau verkefni sem þeir eru að sinna og svöruðu spurningum úr sal. Að kynningum loknum var boðið upp á kaffiveitingar og opnað  fyrir umræður. Greinilegt er að fólk er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að byggja betra samfélag því margir skráðu sig á staðnum og ætla að ganga í lið með öflugum sjálfboðaliðum deildarinnar.