Kynningarvikunni lokið

22. okt. 2007

Með markaði í húsi Akureyrardeildar og kynningu verkefna á Glerártorgi  var settur punktur aftan við ágæta kynningarviku sem staðið hefur yfir frá því 14. október.
Markaðurinn var bæði föstudag og laugardag gekk mjög vel. Nú taka sjálfboðaliðarnir til við að ganga frá eftir markaðinn og undirbúa síðan næsta markað sem stefnt er að því að verði seinni hlutann í nóvember.
Sjálfboðaliðar  dreifðu  einnig bæklingum á Glerártorgi á laugardag og kynntu þau verkefni sem þeir eru að sinna. Auk þess unnu þeir á staðnum að verkefninu ”föt sem framlag ” og innrömmun batikmynda sem er hluti af vinadeildaverkefni. Kynningin á Glerártorgi gekk sömuleiðis mjög vel og víst er að ný andlit munu sjást í hópi þessari öflugu sjálfboðaliða á næstunni.
Þó svo kynningarvikunni sé nú formlega lokið þá er fólki auðvitað alltaf  velkomið að gerast  sjálfboðaliðar. Viðkomandi geta t.d. skráð sig hér á heimasíðunni eða haft samband við skrifstofu deildarinnar í síma 461 2374 eða á akureyri@redcross.is