Heimsóknarvinir í klípu

30. okt. 2007

Þær geta verið af ýmsum toga aðstæðurnar sem heimsóknarvinir Rauða krossins lenda í og oft á tiðum ekki auðvelt að finna réttu leiðina út úr þeim. 
Svo mætti að minnsta kosti álíta ef marka má þær æfingar sem þau voru að glíma við þátttakendur á heimsóknarvinanámskeiði sem haldið var hjá deildinni í gær.

Þetta var þriðja heimsóknarvinanámskeiðið sem haldið er hjá deildinni og munu þátttakendur nú bætast í hóp þerra sjáflboðaliða sem þegar eru að sinna þessu verkefni hjá deildinni.
Fyrir þá sem áhuga hafa á því að kynna sér þetta verkefni og jafnvel gerast heimsóknarvinir og eða fyrir þá sem vilja nýta sér þessa þjónustu Rauða krossins þá er hægt að hafa samband við skrifstofu deildarinnar í síma 461 2374 eða á akureyri@redcross.is