Hekluklúbbur styrkir Rauða krossinn

22. nóv. 2007

Hópur kvenna sem kalla sig hekluklúbb færði á dögunum Rauða krossinum 50 þúsund krónur sem þær höfðu safnað. Hópurinn kemur saman reglulega til að hekla og prjóna og um leið njóta  félagskapar hver af annari.  Afrakstur handavinnunnar hafa þær síðan selt og nýtt ágóðann til ýmissa góðra verka. Konurnar hafa  í gegnum tíðina stutt við ýmis   málefni og hefur Rauði krossinn oftar en einu sinni notið velvildar þeirra. Í þetta sinn ákváðu þær að styrkja Rauða krossinn og eru þeim hér með færðar bestu þakkir fyrir framlagið.