Batíkmyndir til styrktar börnum í Mósambík

10. des. 2007

Deildir á Norðurlandi hafa verið í vinadeildasamstarfi við Rauða kross deildina í Mapútó í Mósambík síðustu fjögur árin og er nú verið að endurskoða samstarfið. Deildirnar hafa meðal annars selt batíkmyndir eftir mósambíska listamenn sem sjálfboðaliðar Akureyrardeildar ramma inn. Á föstudaginn var farið í söluherferð á Glerártorgi og í Ketilhúsinu á laugardaginn. Gekk salan vel.

Vinnuhópur sem heldur utan um vinadeildasamstarfið kom saman í síðustu viku til að skipuleggja næstu skref. Á fundinum voru lögð fram fyrstu drög að þeirri vinnu. Samþykkt var að setja þá peninga sem safnast vegna sölu á batíkmyndunum til menntunarverkefnis barna á barnaheimilinu Boa Esperansa. Lögð verður fram föst fjárhæð á

Vinnuhópurinn: Lára, Guðný og Elsa í efri röð, sitjandi: Gestur, Hafsteinn og Gunnar. Á myndina vantar Katrínu Maríu.
ári, næstu þrjú árin, til að styðja ákveðin fjölda barna til að sækja sér iðnmenntun sem gerir þeim kleift að sjá sér og sínum farborða í framtíðinni.

Auk barnheimilisins styðja deildirnar á Norðurlandi ýmiss konar starfsemi deildarinnar, m.a. þjálfun fyrir sjálfboðaliða og ungmennastarf.