Alþjóðadagur sjáflboðaliða

13. des. 2007

Á Alþjóðadegi sjálfboðaliða þann 5. desember sl. var sjálfboðaliðum  boðið að hittast í húsnæði deildarinnar. Sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum streymdu í hús  og var öllum boðið upp á hangikjöt í tilefni dagsins.
Vinadeildarhópur reið á vaðið kvöldið áður, en í hádeginu komu sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum. Um kvöldið var síðan samvera heimsóknarvina og að lokum hittist stjórnarfólk og starfsfólk  á fimmtudeginum.
Það var eins og áður segir skemmtileg stemning sem skapaðist í kringum þetta og gaman að sjá hve sjálfboðaliðahópurinn hefur stækkað á stuttum tíma.