Vinabönd til styrktar börnum í Mósambík

18. jan. 2008

Rauða kross deildinni á Skagaströnd voru afhentar 25 þúsund krónur sem eiga að renna til athvarfsins Boa Esperanca í Mapútó í Mósambík.

Það var 6. bekkur grunnskólans á Skagastörnd sem fékk þá hugmynd að útbúa vinabönd fyrir alla íbúa staðarins. Hreppsfélagið keypti öll böndin og voru þau borin í hvert hús á Skagaströnd í gær.

Krökkunum var veitt viðurkenning frá vikublaðinu Feyki, sem Norðvestlingar ársins 2007. Elsti og yngsti nemandinn
tóku við viðurkenningunni fyrir hönd krakkanna.

Athvarfið Boa Esperanca er rekið af mósambíska Rauða krossinum. Þar er 250 börnum sem misst hafa foreldra sína eða búa við fátækt af öðrum orsökum veitt fjölbreytt aðstoð, meðal annars við iðnþjálfun svo sem saumaskap, húsgagnasmíði og fleira. 
 

Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Feykis, Benóný Bergmann Hafliðason og Laufey Inga Stefánsdóttir.