Markaður gekk vel

30. jan. 2008

Um nýliðna helgi var haldinn enn einn markaðurinn hjá deildinni og gekk hann að venju vel.  Áætla má að nærri þrjú hundruð manns hafi litið við  hjá deildinni og  væntanlega margir gert góð kaup.  Sjálfboðaliðar deildarinnar sem sjá nánast alfarið um markaðinn og undirbúning hans hafa valið fatnaðinn sem er í mörgum tilvikum mjög góður og gullmolar þar innan um. 

Markaður er haldinn á um það bil  þriggja mánaða fresti,  en þar sem mikið hefur safnast af  fatnaði undanfarið má gera ráð fyrir að næsti markaður verði undir mánaðamótin mars, apríl.