Brunaæfing á Húsavík

15. feb. 2008

Í kjölfar rýmingaræfingar vegna bruna í Borgarhólsskóla á Húsavík æfði Rauða kross deild Húsavíkur opnun fjöldahjálparstöðvar í skólanum.

Deildin fékk 30 nemendur 10. bekkjar grunnskólans til að leika íbúa fjölbýlishúss á Húsavík sem rýma þurfti vegna bruna. Fjöldahjálparstjórar Húsavíkurdeildar brugðust fljótt við útkalli Neyðarlínunnar og opnuðu fjöldahjálparstöð samkvæmt skipulagi neyðarvarna deildarinnar.
 
Æfingin gekk mjög vel og þjónaði þeim tilgangi að æfa hjálparlið við opnun fjöldahjálparstöðvar.  
 
Í lok æfingar var farið yfir það sem vel  gekk og sem betur má fara. Þolendum var síðan boðið til pitsuveislu í lokin.

Hjálparlið ræðir ráðum sínum. Skráning
Þorlendur í hlutverki við skráningu. Ingólfur Freysson og Hólmfríður Þorkelsdóttir í neyðarnefnd að störfum.