Skyndihjálparhópur æfir sig af kappi

27. feb. 2008

Skyndihjálparhópurinn kom saman um nýliðna helgi og hélt áfram að undibúa sig  og bæta við sig kunnáttu. Í þetta skipti voru sett á svið slys  þar sem búið var að slysafarða helming hópsins  og hinn helmingur hópsins glímdi við að bjarga þeim slösuðu.  Karl Lúðvíksson hafði veg og vanda af förðunninni og hann og Jón Knutsen settu upp slysavettvanginn. Eftir að búið var að fara yfir hvernig til tókst var skipt um hlutverk þannig að allir fengu að spreita sig.   Hópurinn naut aðstoðar sjúkraflutningarmanna sem komu á vettvang skömmu eftir að til þeirra hafði verið kallað.  Í þessu eins og öðru þá er það æfingin sem skapar meistrann og voru menn á því að svona verklegar æfingar séu mjög góðar til að undirbúa fólk fyrir aðkomu að slysum.