Sjálfboðaliði heiðraður

Jón Þorsteinn

29. feb. 2008

Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn s.l. miðvikudag í húsnæði deildarinnar. Ágætis mæting var eða um 16 félagar.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom góður gestur Paola Cardenas frá landsskrifstofu Rauða krossins með fræðandi erindi um málefni innflytjenda, auk þess sem hún kynnti ný verkefni félagsins  Sjálfboðaliðinn Ragnar Berg Andrésson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Hann hefur um áraraðir selt dagatöl í Skagfirðingabúð fyrir hver jól frá Þroskahjálp ásamt skyndihjálpartöskum. Tók Ragnar við viðurkenningu ásamt nýrri Rauða kross peysu sem hann getur notað í óeigingjörnu sjálfboðastarfi fyrir deildina.

Framboð til stjórnar að þessu sinni var Sigrún Alda Sighvats og Jón Þorsteinn Sigurðsson. Var Jón Þorsteinn kjörinn inn í stjórnina til tveggja ára en Sigrún til 1 árs.  Sigrún Alda kom í stað Soffíu Þorfinnsdóttur sem starfað hefur með deildinni síðan 2003 sem ritari og umsjónamaður með heimsóknavinum. Einnig var kosið um nýjan formann deildarinnar þar sem Gunnar Rögnvaldsson, sem starfað hefur sem formaður deildarinnar s.l. 2 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í framboði til formanns var séra Gunnar Jóhannesson, prestur á Hofsósi. Að auki var einn nýr varamaður kosinn í stað Sigrúnar.  Var það Anna (Annýa) Szafraniec búsett á Sauðárkróki.

Er Gunnari Rögnvaldssyni og Soffíu Þorfinnsdóttur þakkað gott starf í þágu deildarinnar.

Paola Cardenas frá landsskrifstofu Rauða krossins hélt erindi um málefni innflytjenda. Gunnar Rögnvaldsson, Soffía Þorfinnsdóttir og Gestur Þorsteinsson.

Aðalfundur Skagafjarðardeildar 2008.