Fræðsluerindi fyrir heimsóknarvini

29. feb. 2008

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið fimmtudaginn 28. febrúar hjá Akureyrardeild og sóttu það átján sjálfboðaliðar. Var námskeiðið  einkum  ætlað þeim heimsóknavinum sem heimsækja þá gestgjafa sem haldnir eru geðröskun.

Leiðbeinandi var Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og vorum menn mjög ánægðir með fræðsluerindi hennar.

Heimsóknaþjónusta hefur verið í boði hjá Akureyrardeild í rúm 2 ár, núna  eru 20- 25 heimsóknavinir að störfum hjá deildinni.
Sjálfboðaliðar Rauð krossins heimsækja hundruð einstaklinga um allt land sem búa við félagslega einangrun. Þeir sjálfboðaliðar sem sinna heimsóknum eru bundnir trúnaði.