Lautin fær afhentan styrk

17. nóv. 2011

Síðastliðinn laugardag afhenti Kíwanishreyfingin á Íslandi Laut fjárstyrk að upphæð 5,5 milljónir króna.  Styrkurinn er afrakstur af sölu K-lykilisins sl. vor en Kiwanishreyfiningin hefur varið þeim fjármunum til geðverndarmála.  Samhliða afhendingunni var skrifað undir samkomulag á milli hreyfingarinnar og Lautarinnar um stofnun á vörslusjóði , en fjármununum verður varið samkvæmt ákveðnum reglum sjóðsins.