Frétt RKÍ

14. mar. 2008

Aðalfundur Akureyrardeildar Rauða krossins var haldinn 13. mars sl. Fram kom í máli Sigurðar Ólafssonar formanns að starf innan deildarinnar sé líflegt og gott og hafi vaxið mikið á árinu 2007.  Mikið sé af góðum sjálfboðaliðum og því bjart fram undan hjá deildinni. Siguður sem gengt hefur formennsku sl. 8 ár lét nú af störfum sem slíkur en mun áfram sinna ýmsum verkefnum fyrir deildina.  Við af honum sem formaður tekur Jón G. Knutsen sem sinnt hefur ýmsum störfum innan deildarinnar í áraraðir.  Stjórnin er að öðru leiti skipuð sama fólki og  árið áður nema hvað Hörður Ólafsson kemur nýr inn í stjórn. 
Ársreikningur fyrir árið 2007 var kynntur og þrátt fyrir tap frá rekstri þá var hagnaður ársins um ein og hálf milljón krónur.
Að loknum venjubundnum Aðalfundarstörfum hélt Áslaug Arnoldsdóttir  fyrirlestur um störf sín sem sendifulltrúi fyrir Rauða krossinn.  Áslaug hefur starfað víða en þó aðalega í Afríku, nú síðast í Úganda árið 2006.