Góð stemning á markaði

23. apr. 2008

Um síðast liðna helgi var haldinn markaður í húsnæði Akureyrardeildar þar sem til sölu var fatnaður sem safnast hefur undanfarnar vikur. Undirbúningur fyrir markaðinn hófst í raun  um mánaðarmót janúar febrúar þegar síðasta markaði lauk.  Lokaundirbúningur er hins vegar þegar sjálfboðaliðar mæta til að lesta í gám og búa þar með til pláss fyrir markaðinn í húsnæði deildarinnar. Þetta var vaskur hópur og fór því létt með að fylla gámin á mettíma. Að þessu sinni var plássið yfirdrifð, því vegna einmuna veðurblíðu þá var hægt að færa hluta af markaðunum út undir bert loft og stemningin því eins og best gerist. Markaðurinn gekk annars í alla staði vel og er  undirbúningur fyrir þann næst þegar hafinn.