Mikið að gera í skyndihjálpinni

28. apr. 2008

Starfsfólk Búsetudeildar hjá Akureyrarbæ hefur undanfarna daga verið í heimsókn hjá Akureyrardeild og sótt námskeið í skyndihjálp.  Í starfi sínu eru þau  mikið að umgangast aldraða og sjúka og því afar mikilvægt  að kunna skil á því hvernig skuli bregðast við í neyð.
Stærsti hluti hópsins sat námskeið hjá deildinni fyrir  tveimur árum þannig að um upprifjun er að ræða, en hluti hópsins er að koma í fyrsta skipti og fær því ítarlegri fræðslu.