Göngum til góðs - takk fyrir aðstoðina

6. okt. 2008

Um 130 sjálfboðaliðar gengu til góðs á svæði Akureyrardeildar í landssöfnun Rauða krossins sem fram fór sl. laugardag 4. október.  Með þessari góðu þátttöku var hægt að ganga í nánast hvert hús á svæðinu og eiga sjálfboðaliðar þakkir skildar fyrir aðstoðina. Jafnframt ber að þakka þeim aðilum og fyrirtækjum sem aðstoðuðu með einum eða öðrum hætti við undirbúning söfnunarinnar og auðvitað öllum þeim sem styrktu söfnunina með fjárframlögum.  
Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.