Fjölmennt námskeið um sálrænan stuðning

16. okt. 2008

Fjölmenni sótti í dag námskeið í sálrænum stuðningi sem deildin hélt í safnaðarheimili Glerárkirkju.  Námskeiðið er hluti af  undirbúningi sem ýmsar stofnanir og félagssamtök eru að vinna að í tengslum við þá erfiðu stöðu sem samfélagið stendur nú frammi fyrir. 

Á námskeiðinu var m.a. fjallað um ýmiskonar áföll og  kreppur, sem og einkenni og áhrif alvarlegra atvika á einstaklinga.
 

Aðal leiðbeinandi á námskeiðinu var Guðný Bergvinsdóttir en henni til aðstoðar voru Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og Sigríður Jónsdóttir.  
 
Hér er hægt að nálgast kynningarglærur.