Margir sitja námskeið í sálrænum stuðningi

23. okt. 2008

Þeir sem sátu námskeið Rauða krossins í sálrænum stuðningi sem haldið var sl. þriðjudag geta vonandi nýtt sér eitthvað af því sem þar var kennt. Sem betur fer ýmislegt sem flestir tileinka sér og telst til almennrar skynsemi en einnig margur fróðleikur sem gott er að styðjast við þegar á þarf að halda. Þátttakendur á þessu námskeiði voru m.a. starfsfólk stéttarfélaga, starfsfólk stofnanna Akureyrarbæjar ofl. Leiðbeinandi var Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðbeinandi hjá Rauða krossinum.

Rauði krossinn hefur í tengslum við svo kallaðan almannaheillahóp boðið upp á þessi námskeið fyrir starfsfólk ýmissa stofnanna. Fólk sem starfar við símsvörun, ráðgjöf og almenna þjónustu og er mikið í samskiptum við almenning.